Íbúð í Torrevieja frábær staðsetning þar sem allt er í göngufæri svo sem Habaneras ein stærsti verslunarkjarni á costa blanca 8 min, Föstudagsmarkaðurinn 8 min, Vatnsrennibrautargarður Aquopolis 7 min, Miðbær Torrevieja 10 min, Ströndin 15 min. Húsið er á annarri hæð með sólþaki. WIFI ljósleiðari innifalið í verði og íslenskar sjónvarpsstöðvar, netflix + yfir 200 sportrásir kvikmyndir og þættir
Skoða lausadaga sjá vinstrameginn link undir tímabil
Tímarofi er á lofkælingu eða hita
Myndir af íbúðinni neðst eftir texta
Vetrarverð 540eu vikan
Sumarverð 620eu - júlí - ágúst 680eu - vikan
* Lengri tíma leiga 3 mánuðir eða meira
680 eu mánuðurinn + rafmagn - vatn
Við sækjum þig á flugvöllin ef þú óskar eftir því.
- Húsið rúmar 4 fullorðna + 1 gest auka
- 2 svefnherbergi
- Þvottavél
- 1 baðherbergi með sturtu
- sólabaðsaðstaða á þaki og við sundlaug
- Frír aðgangur að hverfissundlaug
- 15 mín rölt niður á strönd
- 8 mín ganga að Habaneras verslunarmiðstöðinni
- 8 mín ganga á föstudagsmarkað sem er stærsti markaðurinn um 1000 básar
- 3 mín barna leikvöllur
- Rólegt hverfi og stutt í alla þjónustu
- Hér geturðu sparað þér bílaleigubílinn
Íbúðin er efri hæð í raðhúsi. Hún skiptist í stofu, eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi og er um 55 m2. Íbúðin er með nýja tegund af öflugri loftkælingu.
Annað herbergið er með tveimur rúmum og góðum skáp en hitt með hjónarúmi og góðum fataskáp. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og er með baðkari og sturtu.
Í eldhúsi er ísskápur með frystihólfi, tauþvottavél, eldavél með bakarofni. Borðbúnaður er fyrir 6 manns.
Auk þess pottar og pönnur og annað tilheyrandi sem á að vera í eldhúsi og að auki er weber grill upp á sólþaki.
Í stofu eru 3ja sæta svefnsófi, borðstofuborð og 4 stólar, hillusamstæða með glösum, wifi ljósleiðari. Loftviftur eru í öllum herbergjum.
það eru rúmföt fyrir öll rúm, tveir umgangar. Auk þess baðhandklæði, minni handklæði, tuskur og viskustykki. Teppi á rúmum. Þó er gert er ráð fyrir að gestir komi með sín eigin strandhandklæði.
Sólbekkir fyrir 3 eru á þaki ásamt borði, stólum og útisturtu. Sundlaugargarðurinn er lokaður á tímabilinu nóv - feb. ár hvert en þar er mjög góð sundlaug og aðstaða til að liggja í sólbaði og hafa það gott.
Torrevieja (sjá myndband hér) og risa verslunarmiðstöðina Zenia Boulevard - sjá myndband hér
Staðfestingargjald er 20% leiguverðs sem greiðist við bókun og er óafturkræft.
Greiða þarf leigu að fullu eigi síðar en einum mánuði fyrir upphaf leigutímans.
Þrif íbúðar við brottför eru ekki innifalin í verði kosta 60 eu.
Hver gestur umfram 4 er 60 eu vikan
Tryggingargjald er 35.000.- og er endurgreitt við heimkomu.
Tryggingargjald er fyrir: Skil á lyklum - Þrifum - Lámarkstjóni.
* Nóvember - Mars
Forsíða |
Átt þú eign | Um okkur | Flug | Bílaleigur | Ferðir frá flugvelli | Golf | Markaðir | Verslanir | Kort |
Póstlisti